Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Kjartan Kjartansson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. apríl 2025 13:58 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún segir að mögulega þurfi að fara yfir aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir Kveiks um leynilegar njósnir varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri. Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri.
Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira