Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. 8.4.2024 09:13
Telur fara betur á að forseti sé kosinn í tveimur umferðum Fyrrverandi þingmaður segir betri brag á því að hafa tvær umferðir í forsetakosningum svo forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta skipti með hreinum meirihluta atkvæða. 5.4.2024 23:39
Unglingur lést eftir árás við skóla í Frakklandi Fimmtán ára gamall piltur lést á sjúkrahúsi í dag tæpum sólarhring eftir að hópur ungmenna réðst á hann og barði við skólann hans í úthverfi Parísar í gær. Vaxandi ofbeldisalda á meðal ungmenna veldur áhyggjum í Frakklandi. 5.4.2024 22:49
Baron Cohen og Fisher skilin eftir meira en tuttugu ára samband Breski gamanleikarinn Sacha Baron Cohen og ástralska leikkonan Isla Fisher eru skilin eftir meira en tuttugu ára samband. Tilkynning þeirra kemur í skugga ásakana mótleikkonu Baron Cohen um óviðeigandi hegðun hans á tökustað á sínum tíma. 5.4.2024 21:50
Bíll og bílskúr loguðu á sama tíma Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum. 5.4.2024 20:44
Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5.4.2024 20:24
Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5.4.2024 18:54
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5.4.2024 18:04
Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5.4.2024 07:02
Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4.4.2024 13:46