Öll með aðstöðu til að fagna sigri með stuðningsmönnum Allir frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 sögðust tilbúnir að taka á móti stuðningsmönnum við heimili sín ef þeir ná kjöri sem forseti. Arnar Þór Jónsson sagðist geta séð yfir þúsundir manna á túninu heima hjá sér. 17.5.2024 22:11
Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. 17.5.2024 20:14
Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17.5.2024 19:27
Dregur saman með efstu frambjóðendum Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á. 17.5.2024 18:39
Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. 17.5.2024 18:06
Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17.5.2024 07:01
Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17.5.2024 06:01
Kviknaði í bensínbíl í akstri á Dalbraut Eldur kviknaði í fólksbíl á gatnamótum Dalbrautar og Sæbrautar nú í kvöld. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins fljótt og engum sögum fer af því að ökumann bílsins hafi sakað. 16.5.2024 21:35
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16.5.2024 20:52
„Einfari“ ákærður fyrir tilræðið við Fico Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið ákærður fyrir að reyna að ráða Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, af dögum. Hann er sagður geta átt yfir sér lífstíðarfangelsi. 16.5.2024 18:00