„Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2025 13:05 Brynvarðir bílar óeirðalögreglu loka götu í Ballymena á Norður-Írlandi þar sem ofbeldisfull mótmæli hafa geisað síðustu tvær nætur. AP/Niall Carson/PA Sautján lögreglumenn særðust þegar óeirðarseggir köstuðu bensínsprengjum, múrsteinum og flugeldum í þá í ofbeldisfullum mótmælum sem héldu áfram á Norður-Írlandi, aðra nóttina í röð. Lögreglan lýsir mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“. Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Sjá meira
Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“.
Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent