Einar hörðustu árásirnar á Kænugarð til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 09:28 Móðir reynir að róa ungan son sinn í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í nótt. Drónaárás Rússa stóð yfir í fleiri klukkustundir. AP/Evgeniy Maloletka Hundruð rússneskra dróna réðust á Kænugarð og hafnarborgina Odesa í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Tveir létust í Odesa en fjórir særðust í höfuðborginni. Forseti Úkraínu segir árásina á Kænugarð eina þá hörðustu frá upphafi stríðsins. Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36