Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nokkrir látnir í al­var­legu rútu­slysi í Noregi

Alvarlegt rútuslys varð í Hadsel í  norðurhluta Noregs í dag. Talið er að um 60-70 manns hafi verið um borð, en vitað er um nokkur dauðsföll. Rútan rann af veginum og liggur að hluta til ofan í vatni.

Telja skemmdir í Blá­fjöllum minni­háttar

Minniháttar skemmdir urðu á skíðasvæði Bláfjalla í óveðrinu sem geysað hefur undanfarna daga. Verið er að meta skemmdir og vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið eftir helgi.

Súða­víkur­hlíð opin til 16

Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Rúta rann yfir rangan vegar­helming út í móa

Rúta rann yfir rangan vegarhelming og hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú. Einn lögreglubíll var kallaður til aðstoðar, en engin slys urðu á fólki og frekari viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til.

Skóga­skóli verður hótel

Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat.

Strætó rann á bíl og ruslaskýli

Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær.

Rússar fagna vel heppnaðri á­rás á orku­inn­viði Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega.

Flug­ferðir hafnar að nýju í Kefla­vík

Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs.

Sjá meira