„Árleg æfing í vonbrigðum“ Guðmundur Steingrímsson varaformaður Landverndar segir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sé árleg æfing í vonbrigðum. Hann segir að skaðinn sem loftslagsbreytingar séu að valda í þróunarríkjum sé gríðarlegur. 24.11.2024 23:54
Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24.11.2024 22:56
Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum. 24.11.2024 22:03
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24.11.2024 20:43
Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn. 24.11.2024 20:03
Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði í dag þar sem engin slys urðu á fólki en bifreiðin var mikið skemmd. Ökumaður viðurkenndi að hafa verið í símanum og var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður var vistaður í fangageymslu. 24.11.2024 17:46
Ók á ljósastaur við Grensásveg Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki. 23.11.2024 23:46
Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar eldur kviknaði í bifreið á Vesturlandsvegi við Brúarfljót í Mosfellsbæ á níunda tímanum í kvöld. 23.11.2024 23:28
Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23.11.2024 23:12
Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23.11.2024 22:36