Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Eldur kviknaði í stórum opnum ruslagámi hjá grenndargámnum fyrir utan gömlu slökkvistöðina í Keflavík í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldatertu en ekki er hægt að slá neinu á föstu í þeim efnum. 10.1.2026 00:14
RÚV hættir við Söngvakeppnina RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn. 9.1.2026 22:35
Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu héraðssaksóknara yfir manni sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. 9.1.2026 21:46
Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. 9.1.2026 18:44
Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Miklar umferðartafir urðu á Hellisheiði vegna umferðarslyss tveggja bíla við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar. Tveir voru í hvorum bíl og enginn var fluttur á sjúkrahús eða slasaðist alvarlega. 9.1.2026 18:13
Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Páll Pálsson fasteignasali segir að fasteignamarkaðurinn sé eiginlega tvískiptur eins og staðan er í dag. Eldri eignir seljist vel á meðan nýbyggingar seljist mun hægar. Hann telur mikinn verðmun skýra þessa stöðu en önnur mál eins og bílastæðaskortur hafi einnig áhrif. 6.1.2026 22:31
Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum. 6.1.2026 22:11
Óvenjulega hlýr desember Desembermánuður í fyrra var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desember frá upphafi mælinga, en hlýrra var árið 1933 og 2002. 6.1.2026 17:19
Gróður farinn að grænka fyrir norðan Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið. 28.12.2025 15:11
Í deilum við nágrannann vegna trjáa Bítillinn Paul McCartney stendur nú í deilum við nágranna sinn í Westminster í Lundúnum, vegna tveggja friðaðra tráa sem Paul vill fella en nágranninn ekki. 28.12.2025 15:07