Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Störfum Musk lokið hjá DOGE

Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins.

Drengurinn er kominn í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í dag eftir tíu ára dreng sem búsettur er í Hafnarfirði. Hann er nú kominn í leitirnar.

Gæslu­varð­hald fram­lengt um fjórar vikur

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í síðustu viku var framlengt um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum

Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlar að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil.

Boða nýjar land­töku­byggðir á Vestur­bakkanum

Ríkisstjórn Ísrael hefur veitt leyfi fyrir tuttugu og tveimur nýjum landtökubyggðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Þar á meðal verða landtökubyggðir, sem þegar hafa verið byggðar upp án leyfis, viðurkenndar af yfirvöldum.

Sparnaðurinn bitni á fjöl­skyldum

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur.

Vextir lækka hjá Ís­lands­banka

Íslandsbanki hefur lækkað vexti á út- og innlánum og taka breytingarnar gildi þriðja júní næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans um 0,25 prósent 21. maí síðastliðinn.

Frystir Face­book hópinn og rýfur tengsl við Sósíalista­flokkinn

Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn.

Sjá meira