Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25.11.2025 23:56
Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. 25.11.2025 23:15
Foráttuveður í kortunum Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið. 25.11.2025 19:54
Vélfag áfrýjar dómnum Vélfag ehf. mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum félagsins. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem talið er hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. 25.11.2025 19:03
Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Þekktir áhættuþættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. 18.11.2025 21:56
Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. 18.11.2025 20:29
Fer ekki í formanninn Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. 18.11.2025 17:09
Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Loftslagskvíði vegna loftslagsbreytinga getur ýtt undir fíkniefnaneyslu fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir breska heilbrigðisráðuneytið á dögunum. 17.11.2025 00:18
Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Wilmer "Pipo" Chavarria, forsprakki eins umsvifamesta glæpagengis Ekvador, hefur verið handtekinn í Malaga á Spáni. Chavarria hafði falsað eigin dauða árið 2021, skipt um nafn og flúið til Evrópu, en þaðan hélt hann áfram að stýra genginu í Ekvador. 16.11.2025 23:52
„Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám. 16.11.2025 23:20