Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lenti utan vegar vestan við Grundar­fjörð

Ökumaður lenti utan vegar rétt austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi á þriðja tímanum aðfararnótt sunnudags. Bíllinn lenti ofan í vatnssprænu og er mikið tjónaður, en engin alvarleg slys urðu á fólki. Bíllinn var dreginn upp úr læknum síðdegis í dag.

Ræðst í út­tekt á bókamarkaðnum

Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar.

Flug­vél lenti í Kefla­vík vegna bilunar

Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað.

Var ráðs­kona Kára Stefáns­sonar þegar ástin kviknaði

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari gekk í hjónaband með Kára Stefánssyni undir lok síðasta árs. Kára hitti hún fyrst fyrir áratug síðan í tengslum við rannsókn á sjúkdómi sem móðir hennar greindist með, en tíu árum síðar hafði hún aftur samband við Kára þegar hún var að byggja upp fyrirtæki sitt. Lýsti Kári þá yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið og svo fór að Eva tók það að sér og eitt leiddi af öðru.

Höfðu eftir­lit með fanga­geymslu lög­reglu

Umboðsmaður Alþingis og starfsmenn embættisins fóru í október í næturlangt eftirlit í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu, frá föstudagskvöldi til laugardagsmorguns.

Hætta notkun metan­hemjandi íblöndunarefnis

Danskir bændur eru margir hættir að gefa kúm sínum fóður með íblöndunarefninu Bovaer, sem á að draga úr metanlosun dýranna þegar þau ropa og prumpa. Danir byrjuðu að nota efnið í fóður í október síðastliðnum, en eftir fjölmargar tilkynningar um veikindi meðal kúa, og jafnvel dauðsföll, hafa margir bændur frestað því að nota efnið á meðan málið er rannsakað.

Rann­saka tengsl Ep­stein við Clin­ton

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti.

Sjá meira