Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24.1.2023 15:25
Bjarni vill gjalda varhug við hatursorðræðunámskeiði Katrínar Ekki var að heyra á Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann muni styðja tillögu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill leggja fyrir þingið, að opinberir starfsmenn og kjörnir fulltrúar verði skikkaðir til að sitja sérstakt námskeið um hatursorðræðu. 23.1.2023 16:23
Harmageddon vaknar til lífs á ný: „Áhorfendur mega búast við látum“ Frosti Logason fjölmiðlamaður endurvekur útvarpsþáttinn Harmageddon, nú sem myndhlaðvarp og segist í samtali við Vísi ætla þar að segja það sem allir eru að hugsa en fáir þori að segja. 23.1.2023 10:34
Svíagrýlubaninn Fúsi fisksali svartsýnn á leikinn Sigfús Sigurðsson fisksali var í liðinu sem drap Svíagrýluna. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn í dag. 20.1.2023 16:05
Segir málflutning Jóns í útlendingamálum siðlausan Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að allir hælisleitendurnir 19 sem vísað var úr landi í nóvember séu komnir aftur. 20.1.2023 14:08
Villi Neto og Bjarni Ben geðprúðir í góðu glensi Landsamtökin Geðhjálp leituðu meðal annars til gamanleikarans Villa Neto og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til að vekja athygli á G-vítamíndropum sínum. 20.1.2023 11:44
Íbúar á Íslandi nálgast 400 þúsunda markið hratt og örugglega Landsmönnum fjölgaði um 2.570 á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. 20.1.2023 11:03
Dagur vonar að Egill og aðrir geti dregið fram skautana fyrr en seinna Egill Helgason sjónvarpsmaður birti á dögunum gamla mynd af ísilagðri tjörninni í Reykjavík. Og óhætt er að segja að skautaáhugi í bland við fortíðarþrá hafi brotist út á netinu í kjölfarið, einkum meðal miðborgarbúa og Vesturbæinga. 19.1.2023 11:15
Borgin styrkir Ríkisútvarpið um rúmar 18 milljónir Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær að endurnýja sérstakan samstarfs- og styrktarsamning við Ríkisútvarpið ohf. sem snýr að dagskrárgerð fyrir ungt fólk og greiða fyrir hann rúmar 18 milljónir. 18.1.2023 12:41
Tekist á um nærbuxnaatriði og nektardans Lenoncie í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Helga Jónsson, eiganda og umsjónarmann Glatkistunnar, í meiðyrðamáli söngkonunnar Leoncie Indiu Martin. Henni hefur verið gert að greiða Helga 1,4 milljón í málskostnað. 17.1.2023 15:19