„Íbúar hér vilja þetta bara ekki“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2023 14:25 Mikill meirihluti íbúa Seyðisfjarðar vilja ekki sjókvíaeldi í fjörðinn en áætlanir ganga út á að setja þar niður tíu þúsund tonna eldi. vísir/vilhelm Ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var meðal þeirra sem búsettir eru í póstnúmerum 710 og 711 sýnir að mikill meirihluti eða þrír fjórðu þeirra eru andvíg sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Rúmur helmingur lýsir sig alfarið andvígan þeim fyrirætlunum. Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“ Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“
Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27