Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5.3.2025 16:46
Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Í fyrsta sinn verður hálfleikssýning í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta á næsta ári. Um er að ræða svipaða sýningu og er í úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl. 5.3.2025 15:18
Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. 5.3.2025 14:32
Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Hákon Arnar Haraldsson skoraði jöfnunarmark Lille gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 5.3.2025 13:03
FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Gabonski fótboltaþjálfarinn Patrick Assoumou Eyi, sem er jafnan kallaður Capello, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir að beita leikmenn sína kynferðisofbeldi. 5.3.2025 12:32
LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ LeBron James náði enn einum áfanganum á mögnuðum ferli sínum í nótt. Hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að skora fimmtíu þúsund stig. 5.3.2025 10:33
Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Tenniskonan Emma Raducanu segir að hún hafi ekki séð boltann fyrir tárum þegar eltihrellir hennar mætti á leik hjá henni á dögunum. 5.3.2025 10:03
Kristianstad byrjar vel í bikarnum Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Kristianstad sem vann 2-1 sigur á AIK í fyrsta leik sínum í riðli 4 í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. 2.3.2025 15:57
Píla festist í fæti keppanda Undarleg uppákoma varð í viðureign Martins Schindler og Jonnys Clayton á UK Open Darts í gær. 2.3.2025 15:30
Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. 2.3.2025 14:44