Hópárás og árás með glasi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum útköllum vegna líkamsárása í nótt, meðal annars í Seljahverfi, þar sem hópur manna réðist gegn einum með þeim afleiðingum að hann hlaut minniháttar höfuðáverka. 13.7.2022 06:26
Listaverkaspæjari segir frá því hvernig hann endurheimti blóð Krists Mikil sorg greip um sig meðal kaþólikka þegar gullnum kistli sem er sagður innihalda tvo dropa af blóði Jesú Krists var stolið úr skrúðhúsinu í Fécamp-klausturkirkjunni í Normandy. Kistillinn er nú kominn aftur í leitirnar, eftir að þjófurinn setti sig í samband við hollenskan listaverkaspæjara. 12.7.2022 12:46
Liðsmenn sérsveita breska hersins sakaðir um skipulögð morð á Afgönum Liðsmenn sérsveita breska hersins (SAS) drápu ítrekað óvopnaða menn sem þeir höfðu handsamað í aðgerðum í Afganistan, ef marka má niðurstöður rannsóknarvinnu BBC. Þá virðast yfirmenn í hernum hafa þaggað málið niður . 12.7.2022 11:01
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12.7.2022 07:48
Ekkert barn veiktist alvarlega af Covid-19 fyrir haustið 2021 Ekkert þeirra barna sem greindust með Covid-19 fyrir haustið 2021 varð alvarlega veikt, þrátt fyrir að börnin hefðu ekki verið bólusett. Tæpur fjórðungur var einkennalaus en þrjú af hverjum fjórum sýndu meðalmikil einkenni. 12.7.2022 06:40
Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum. 11.7.2022 14:31
Johnson segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann „Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins. 11.7.2022 11:45
Fátt um svör eftir að sextán kóalabirnir fundust dauðir Sextán kóalabirnir hafa fundist dauðir á trjáplantekru í Viktoríuríki í Ástralíu en dánarorsök þeirra er ókunn. Þrettán birnir fundust dauðir 14. júní síðastliðnir og þrír hafa fundist eftir það. 11.7.2022 10:58
Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11.7.2022 10:23
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11.7.2022 08:45