„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 07:48 Svo virðist sem eitthvað sé að hægjast á fasteignamarkaðnum. Vísir/Vilhelm Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. Í samantekt um skýrsluna segir að raunvextir á íbúðalánum séu neikvæð um 2 prósent en lægstu óverðtryggðu vextir séu jákvæðir um 1,89 prósent. Miðað við verðbólguvæntingar séu útlit fyrir að óverðtryggðir vextir verði áfram hagkvæmir á næstu misserum. „Óverðtryggðir breytilegir vextir á íbúðalánum hafa á síðustu tveimur mánuðum hækkað um 1,55 prósentur hjá Landsbankanum, 1,8 prósentur hjá Arion banka og 2 prósentur hjá Íslandsbanka sem viðbrögð við tveggja prósenta hækkun stýrivaxta,“ segir í samantektinni. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 436 í 503 á milli apríl og maí. Á landinu öllu seldust 52,8 prósent íbúða yfir ásettu verði í maí, samanborið við 54,4 prósent í apríl en á höfuðborgarsvæðinu seldust 59,9 prósent íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði, samanborið við 69,2 prósent í apríl. „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 2 prósentustig frá því í byrjun maí og hefur auk þess þrengt lánaskilyrði fyrir verðtryggð íbúðalán. Afleiðingar þessara aðgerða er að aðgangur heimila að fjármagni minnkar verulega og færri munu eiga þess kost á að kaupa sér íbúð,“ segir í samantektinni. „Heimili með 250.000 kr. mánaðarlega greiðslugetu gátu áður en [ný] viðmið voru sett tekið yfir 90 m.kr. verðtryggt lán en geta nú mest tekið 53 m.kr. verðtryggð lán eða 45 kr. óverðtryggð lán.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Í samantekt um skýrsluna segir að raunvextir á íbúðalánum séu neikvæð um 2 prósent en lægstu óverðtryggðu vextir séu jákvæðir um 1,89 prósent. Miðað við verðbólguvæntingar séu útlit fyrir að óverðtryggðir vextir verði áfram hagkvæmir á næstu misserum. „Óverðtryggðir breytilegir vextir á íbúðalánum hafa á síðustu tveimur mánuðum hækkað um 1,55 prósentur hjá Landsbankanum, 1,8 prósentur hjá Arion banka og 2 prósentur hjá Íslandsbanka sem viðbrögð við tveggja prósenta hækkun stýrivaxta,“ segir í samantektinni. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 436 í 503 á milli apríl og maí. Á landinu öllu seldust 52,8 prósent íbúða yfir ásettu verði í maí, samanborið við 54,4 prósent í apríl en á höfuðborgarsvæðinu seldust 59,9 prósent íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði, samanborið við 69,2 prósent í apríl. „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 2 prósentustig frá því í byrjun maí og hefur auk þess þrengt lánaskilyrði fyrir verðtryggð íbúðalán. Afleiðingar þessara aðgerða er að aðgangur heimila að fjármagni minnkar verulega og færri munu eiga þess kost á að kaupa sér íbúð,“ segir í samantektinni. „Heimili með 250.000 kr. mánaðarlega greiðslugetu gátu áður en [ný] viðmið voru sett tekið yfir 90 m.kr. verðtryggt lán en geta nú mest tekið 53 m.kr. verðtryggð lán eða 45 kr. óverðtryggð lán.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira