Annað barn á leiðinni hjá Kardashian og Thompson Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian á von á öðru barni með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Samkvæmt erlendum miðlum var barnið getið í nóvember á síðasta ári en staðgöngumóðir gengur með það. 14.7.2022 08:52
550 höfða mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna 550 konur hafa höfðað mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna á vegum fyrirtækisins. Glæpirnir sem ökumennirnir eru sagðir hafa framdir eru meðal annars mannrán, nauðganir, kynferðisofbeldi og áreitni. 14.7.2022 08:28
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14.7.2022 07:23
Kýldi vagnstjóra í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109. 14.7.2022 06:54
Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. 14.7.2022 06:39
4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. 13.7.2022 13:01
Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13.7.2022 11:07
Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. 13.7.2022 10:02
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13.7.2022 08:14
Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13.7.2022 07:48