Umfangsmikið útkall vegna manns sem fannst svo á röltinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker. 10.3.2023 07:18
31 sótti um starf verkefnastjóra alþjóðamála Umsækjendur um starf verkefnastjóra alþjóðamála voru 31 en valið var í starfið útfrá hæfni umsækjenda miðað við kröfur í auglýsingu, frammistöðu umsækjenda í viðtölum og umsögnum meðmælenda. 10.3.2023 06:55
Fengu flugvélabrak og líkamsleifar í trollið Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag, þegar skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg. 10.3.2023 06:35
Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9.3.2023 11:19
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9.3.2023 09:55
Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara. 9.3.2023 08:44
Fallið frá fyrirhugaðri löggjöf um „erlenda aðila“ Draumaflokkurinn, stærsti þingflokkur Georgíu, hefur ákveðið að draga til baka frumvarp um „erlenda aðila“ eftir hörð mótmæli. Flokkurinn sagðist í yfirlýsingu vilja draga úr átökum í þjóðfélaginu. 9.3.2023 07:43
Slökkvilið bjargaði gínu úr Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur. 9.3.2023 06:36
Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9.3.2023 06:22
Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. 8.3.2023 12:18