Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 12:18 Carlson hefur gerst uppvís að því að segja eitt á skjánum en annað bak við tjöldin og óvíst hvort hann trúir því sjálfur sem hann heldur fram um óeirðirnar. Getty/Jason Koerner Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira