Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2023 08:44 Fasteignaverð í San Francisco er með því hæsta í Bandaríkjunum. Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara. Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir. Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir.
Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira