Hyggja á lagasetningu sem ESB segir ósamræmanlega gildum sambandsins Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í dag til að mótmæla fyrirhuguðum lögum sem gagnrýnendur segja ógna málfrelsi í landinu. Óeirðarlögregla var kölluð til og beitti vatnsbyssum og piparúða gegn mótmælendum. 8.3.2023 11:03
Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8.3.2023 10:29
Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8.3.2023 08:18
„Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð“ „Við erum algjörlega steinhissa og í raun misboðið yfir þeim fréttum að ráðuneytið skuli þegar eiga í viðræðum við KGRP um rekstur nýrra bálstofu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. 8.3.2023 06:41
Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur. 8.3.2023 06:39
Gat ekki borgað fyrir gistingu á hóteli og átti ekki í önnur hús að venda Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá hótelstarfsmönnum í borginni í gær vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem var að reyna að greiða fyrir gistingu án árangurs. 8.3.2023 06:20
Enn efnt til mótmæla vegna hækkunar eftirlaunaaldursins Yfirvöld í Frakklandi undirbúa sig nú undir fjöldamótmæli og umfangsmiklar samgönguraskanir en starfsmenn í lestar- og flugsamgöngum hefja verkföll í dag. Boðað var til aðgerðanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaldurinn úr 62 í 64 ár. 7.3.2023 12:14
Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7.3.2023 08:06
Veitingarekstur í Japan í uppnámi vegna „sushi-terrorista“ Veitingakeðjur í Japan sem hafa boðið upp á sushi á færibandi íhuga nú að skipta yfir í hefðbundna þjónustu þar sem maturinn er borinn á borð af þjónum. Ástæðan er faraldur óprúttinna aðila sem leikur sér að því að eiga við matinn. 7.3.2023 07:41
Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7.3.2023 06:55