Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5.5.2023 06:54
Rifrildi, slagsmál og ölvun... en enginn á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið. 5.5.2023 06:19
Hvorki gengur né rekur að koma æfingaflugi úr Vatnsmýrinni Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál. 4.5.2023 16:12
Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri Uppbygging í Skerjafirði og framtíð flugvallarins í Vatnsmýri verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi.is og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. 4.5.2023 12:16
Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar sameinaðir í afstöðu sinni Þingflokkur Framsóknar og sveitarstjórnarfulltrúar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka þá afstöðu sína að það eigi ekki að rísa byggð í Vatnsmýrinni sem hefur áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.5.2023 08:27
FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki. 4.5.2023 08:05
Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4.5.2023 07:23
Uppsöfnuð fjölgun lyfjaávísana langt umfram fjölgun landsmanna Uppsöfnuð fjölgun lyfjaávísana á tímabilinu 2018 til 2022 er 20,8 prósent, langt umfram fjölgun landsmanna sem nam á sama tímabili 8 prósentum í heild og 15 prósentum meðal 65 ára og eldri. 4.5.2023 06:58
Hafðist fyrst við í stigagangi og kom sér svo fyrir í íbúð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar komið var á vettvang hafði viðkomandi komið sér fyrir í einni íbúða stigagangsins og var hann handtekinn. 4.5.2023 06:24
Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3.5.2023 12:12