Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 06:54 Clinton hjónin ræddu við David Rubenstein í New York í gær. Getty/Jamie McCarthy Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira