Khloé Kardashian segist hafa fundið æxli á andliti sínu Khloé Kardashian greindi frá því fyrr í kvöld á Instagram síðu sinni að hún hafi þurft að láta fjarlægja æxli af andliti sínu. Hún hefur áður þurft að láta fjarlægja sortuæxli af baki sínu. 11.10.2022 22:38
NASA tókst að stýra smástirni af braut en það kostaði 47 milljarða króna Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur tilkynnt að tilraun á nýrri aðferð þeirra til þess að afstýra smástirnum sem séu á leið til Jarðar hafi tekist. Stofnunin framkvæmdi tilraunina sjálfa fyrir um tveimur vikum síðan og kostaði hún 325 milljónir Bandaríkjadala eða 47,5 milljarða króna. 11.10.2022 21:09
Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11.10.2022 20:32
Einn fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur í Þrengslunum Tveggja bíla árekstur varð í Þrengslum nú síðdegis og var einn einstaklingur var fluttur á sjúkrahús. 11.10.2022 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formenn þriggja stærstu verkalýðsfélaga landsins hafa dregið framboð sín í forsetaembætti ASÍ til baka og íhuga stöðu sína innan sambandsins. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verkalýðsleiðtogana. 11.10.2022 18:01
Karl III verði krýndur næsta vor Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum. 11.10.2022 17:57
Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. 10.10.2022 16:32
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10.10.2022 14:55
Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10.10.2022 06:35
Segja skráningu lyfja skilvirkustu lausnina við lyfjaskorti Parlogis, stór dreifingaraðili lyfja á Íslandi, segir rangt að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. Það sé ekki í samræmi við upplýsingar sem Parlogis hafi gefið til Lyfjastofnunar vegna skýrslunnar. 4.10.2022 16:30