Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Hólmfríður Gísladóttir, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. október 2022 06:35 Mikil eyðilegging er í Kyiv höfuðborg Úkraínu eftir árásir Rússa í dag. Getty/Aktas Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira