Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 10. október 2022 16:32 Mikill fjöldi Úkraínumanna hefur komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst, Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. Verndin sem er nú framlengd þar til í mars 2024 gefur Úkraínumönnum á flótta tækifæri til þess að finna sér vinnu, stunda nám og hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu hjá ríkjum Evrópusambandsins. EU Observer greinir frá. Búist sé við því að fleiri leiti sér aðstoðar og flýi land eftir árásir morgunsins en Rússar skutu loftskeytum til Úkraínu, þar á meðal höfuðborgarinnar Kænugarðs. Verndin nái til um það bil 4,2 milljóna Úkraínumanna sem séu á flótta innan sambandsins. Úkraínumenn sem kjósi að snúa heim geti þó haldið flóttamannastöðu sinni ef þau skyldu þurfa að flýja land skyndilega en flytji þau heim hafi þau ekki sömu réttindi og ef þau myndu setjast að í öðru landi innan Evrópusambandsins. Nýi gagnagrunnur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mun einnig hjálpa Úkraínumönnum á flótta en gagnagrunnurinn ber heitið „EU Talent Pool.“ Hann mun gera þessum hópi fólks kleift að setja ferilskrá sína inn í gagnagrunn sem nær til 4.000 atvinnuveitenda ásamt opinberra þjónustuaðila innan Evrópusambandsins. Reuters greinir frá þessu. Einhverjir atvinnuveitendur eigi við mannaflaskort um þessar mundir og geti þetta tól nýst þeim vel en 600 þúsund Úkraínumenn hafa komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Evrópusambandið Tengdar fréttir Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Verndin sem er nú framlengd þar til í mars 2024 gefur Úkraínumönnum á flótta tækifæri til þess að finna sér vinnu, stunda nám og hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu hjá ríkjum Evrópusambandsins. EU Observer greinir frá. Búist sé við því að fleiri leiti sér aðstoðar og flýi land eftir árásir morgunsins en Rússar skutu loftskeytum til Úkraínu, þar á meðal höfuðborgarinnar Kænugarðs. Verndin nái til um það bil 4,2 milljóna Úkraínumanna sem séu á flótta innan sambandsins. Úkraínumenn sem kjósi að snúa heim geti þó haldið flóttamannastöðu sinni ef þau skyldu þurfa að flýja land skyndilega en flytji þau heim hafi þau ekki sömu réttindi og ef þau myndu setjast að í öðru landi innan Evrópusambandsins. Nýi gagnagrunnur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mun einnig hjálpa Úkraínumönnum á flótta en gagnagrunnurinn ber heitið „EU Talent Pool.“ Hann mun gera þessum hópi fólks kleift að setja ferilskrá sína inn í gagnagrunn sem nær til 4.000 atvinnuveitenda ásamt opinberra þjónustuaðila innan Evrópusambandsins. Reuters greinir frá þessu. Einhverjir atvinnuveitendur eigi við mannaflaskort um þessar mundir og geti þetta tól nýst þeim vel en 600 þúsund Úkraínumenn hafa komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Evrópusambandið Tengdar fréttir Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35
Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55