„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. 14.7.2024 13:07
Dæmi um meintan hagsmunaárekstur við mat á sakhæfi Dæmi eru um að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. 13.7.2024 18:01
Bæjarstjóri um Carbfix og vonskuveður um hásumar Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið. 13.7.2024 11:37
Pínleg mistök Biden og móðurlausir þrastarungar í fóstri Þeim þingmönnum Demókrataflokksins fjölgar sem kalla eftir því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, stígi til hliðar í forsetakosningum. Hann segist ekki ætla fet þrátt fyrir pínleg mistök á blaðamannafundi í gær og slæma frammistöðu í kappræðum. 12.7.2024 18:01
Ferðast frá Taívan til að sækja landsmót á Úlfljótsvatni Tvö þúsund Skátar leggja leið sína á Úlfljótsvan um helgina þar sem Landsmót Skáta fer fram. Ferðalangar koma meðal annars frá Hong Kong og Taívan og ætla ekki að láta rigninguna á sig fá. 11.7.2024 13:00
Alvarlegt bílslys á Holtavörðuheiði Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á skemmdarverkum og árásum á innviði aðildarríkja bandalagsins. Atlantshafsbandalagið bregðist við með því að auka varnir sínar og styrkja hernaðarmátt Úkraínu. 10.7.2024 18:24
Grillmeistari Íslands krýndur um helgina Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið. 10.7.2024 12:01
Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins þurr og meirihluti fiska dauður Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23.6.2024 18:18
Kanóna kveður Vinstri græn og mótmælt á Austurvelli Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum ekki hætt stjórnmálaafskiptum. 23.6.2024 11:38
Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. 22.6.2024 20:01