Þrjú hundruð börn reyna að dorga furðulegasta fiskinn Von er á þrjú hundruð börnum á Flensborgarbryggjuna í dag þar sem árleg dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar fer fram. Verðlaun verða meðal annars veitt þeim sem veiðir stærsta fiskinn og þann furðulegasta. 13.6.2024 12:01
„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12.6.2024 19:31
Leiðinlegt þegar hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum Arkitekt segir leiðinlegt þegar sjónarmiðum um hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum í tali um framkvæmdir og gefur lítið fyrir athugasemdir þingmanna sem gagnrýna óþarfa flottheit við byggingu Fossvogsbrúar. 11.6.2024 19:10
Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11.6.2024 13:01
Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur. 7.6.2024 20:02
Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. 7.6.2024 12:01
Gaman að gefa þeim sviðið sem ekki eru oft þar Listahátíð Reykjavíkur stendur nú yfir og eru fjölbreyttar sýningar um allan bæ. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður leit við í Borgarleikhúsið í kvöldfréttunum á Stöð 2 í kvöld þar sem fór fram æfing á nýju dansverki sem sýnt er á Listahátíð í ár. 6.6.2024 21:01
Tók fjóra daga að þíða skautasvellið Í fyrsta sinn í sjö ár sést í steypuna undir ísnum í Skautahöllinni í Laugardal þar sem endurbætur standa nú yfir. Fjóra daga tók að þíða ísinn áður en hægt var rífa niður veggi. 6.6.2024 19:10
Vita ekki hvar tvö þúsund skotvopn eru niðurkomin Lögreglufulltrúi segir áhyggjuefni að hér á landi séu tvö þúsund skotvopn á skrá sem lögregla veit ekki hvar eru niðurkomin. Um 340 vopn eru skráð stolin hér á landi og óttast lögregla að þau séu í röngum höndum. 5.6.2024 19:59
Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. 31.5.2024 10:00