Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2024 12:03 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira