Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3.4.2019 12:00
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2.4.2019 01:30
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2.4.2019 01:08
Barnahús opnað á Akureyri í dag Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. 1.4.2019 13:22
Fall WOW air hefur áhrif á fiskútflutning Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma. 30.3.2019 20:00
„Þetta mun líka skapa félagsleg vandamál sem þarf að taka á strax“ Þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum í dag en fall WOW air hefur gríðarleg áhrif á fjölda starfa á svæðinu. 30.3.2019 19:15
Hátt í 2500 skjálftar á einni viku Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Óvissustig er enn í gildi. 30.3.2019 14:30
„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30.3.2019 13:35
Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29.3.2019 20:00
Ólögleg sala fæðubótaefna og lyfja kærð til lögreglu Grunur er um að nýlegt andlát hér á landi megi rekja til inntöku á Nootropics. 26.3.2019 10:06