Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 01:08 Það var þónokkur umgangur inn og út úr karphúsinu í kvöld. Vísir/Sigurjón Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið. Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði msigreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði msigreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira