Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11.2.2021 09:33
Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10.2.2021 23:29
Kurr á sveitarstjórnarfundi eftir að fulltrúar Arion banka kynntu skerðingaráform Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum Arion banka um að loka útibúi sínu í bænum og hefur falið sveitarstjóra að endurskoða framtíð bankaviðskipta sveitarfélagsins. 10.2.2021 22:24
Flokkur Guðmundar býður fram í öllum kjördæmum í haust Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hyggst bjóða fram lista í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum sem fram fara í september. 10.2.2021 20:27
Náðu ekki í skottið á Bandaríkjamönnum sem grunaðir eru um brot á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja Bandaríkjamanna sem grunaðir eru um brot á sóttkví. Mennirnir sátu að sumbli á Lebowski bar í miðbæ Reykjavíkur á sunnudag en voru horfnir á braut þegar lögregla kom á staðinn. 10.2.2021 19:21
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10.2.2021 18:11
Indriði Ingi Stefánsson sækist eftir sæti á lista Pírata Tölvunarfræðingurinn Indriði Ingi Stefánsson sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri flokksins. 10.2.2021 17:34
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9.2.2021 23:51
„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. 9.2.2021 22:15
Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björgólf Thor inn Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum. 9.2.2021 20:48