„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Eiður Þór Árnason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 22:15 Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Sjá meira
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent