Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2021 23:29 Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára. Vísir/vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri bankans en sé litið til ársins í heild dróst hagnaður bankans saman um tæpa tvo milljarða milli ára og var 6,8 milljarðar króna á síðasta ári samanborið við 8,5 milljarða árið 2019. Samhliða því jókst arðsemi umfram áhættulausa vexti úr 1,2% árið 2019 í 2,6% á síðasta ári. Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára og nam 22,7 milljörðum króna á síðasta ári. Að sögn bankans má rekja lækkunina til fækkunar stöðugilda og lækkun á flestum kostnaðarliðum. Aukin áhætta í lánasafninu Hlutfall lánasafns bankans sem er metið með verulega aukningu í útlánaáhættu (stig 2), margfaldaðist milli ára og er nú 15,6% samanborið við 2,6% í lok árs 2019. Er sú breyting rakin til áhrifa faraldursins og þeirra ýmsu úrræða sem viðskiptavinum stóðu til boða vegna tímabundins tekjumissis. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 107 milljarða króna eða 11,9% á árinu 2020. Vöxturinn var aðallega í húsnæðislánum þar sem mikil eftirspurn var eftir endurfjármögnun. Innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 61,1 milljarða króna á síðasta ári eða 9,9% og námu 679 milljarðar króna í lok árs. Skýrist það af auknum innlánum einstaklinga og fyrirtækja. 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýtt sér sérstök úrræði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur vera mjög sátta með arðsemi bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Á árinu 2020 lækkaði kostnaður um 7,1% á sama tíma og aukning í útlánasafninu nam 11,9% og innlán jukust um 9,9%. Töluvert hefur verið fjallað um stöðu lánasafnsins og áhrif af COVID-19 en um 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýttu sér þau úrræði sem í boði voru og lauk í árslok 2020,“ er haft eftir Birnu í tilkynningu. Hún bætir við að þeir viðskiptavinir sem höfðu þörf fyrir lengra greiðsluhlé séu að mestu fyrirtæki í ferðaþjónustu og að slík lán séu um 6% af lánasafni bankans í lok árs. Íslandsbanki er nú alfarið í eigu íslenska ríkisins en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á 25 til 35% hlut ríkisins í bankanum. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri bankans en sé litið til ársins í heild dróst hagnaður bankans saman um tæpa tvo milljarða milli ára og var 6,8 milljarðar króna á síðasta ári samanborið við 8,5 milljarða árið 2019. Samhliða því jókst arðsemi umfram áhættulausa vexti úr 1,2% árið 2019 í 2,6% á síðasta ári. Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára og nam 22,7 milljörðum króna á síðasta ári. Að sögn bankans má rekja lækkunina til fækkunar stöðugilda og lækkun á flestum kostnaðarliðum. Aukin áhætta í lánasafninu Hlutfall lánasafns bankans sem er metið með verulega aukningu í útlánaáhættu (stig 2), margfaldaðist milli ára og er nú 15,6% samanborið við 2,6% í lok árs 2019. Er sú breyting rakin til áhrifa faraldursins og þeirra ýmsu úrræða sem viðskiptavinum stóðu til boða vegna tímabundins tekjumissis. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 107 milljarða króna eða 11,9% á árinu 2020. Vöxturinn var aðallega í húsnæðislánum þar sem mikil eftirspurn var eftir endurfjármögnun. Innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 61,1 milljarða króna á síðasta ári eða 9,9% og námu 679 milljarðar króna í lok árs. Skýrist það af auknum innlánum einstaklinga og fyrirtækja. 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýtt sér sérstök úrræði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur vera mjög sátta með arðsemi bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Á árinu 2020 lækkaði kostnaður um 7,1% á sama tíma og aukning í útlánasafninu nam 11,9% og innlán jukust um 9,9%. Töluvert hefur verið fjallað um stöðu lánasafnsins og áhrif af COVID-19 en um 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýttu sér þau úrræði sem í boði voru og lauk í árslok 2020,“ er haft eftir Birnu í tilkynningu. Hún bætir við að þeir viðskiptavinir sem höfðu þörf fyrir lengra greiðsluhlé séu að mestu fyrirtæki í ferðaþjónustu og að slík lán séu um 6% af lánasafni bankans í lok árs. Íslandsbanki er nú alfarið í eigu íslenska ríkisins en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á 25 til 35% hlut ríkisins í bankanum.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11
Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25