Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hæfðu flótta­manna­búðir á Gasa þar sem mann­fall nálgast 22 þúsund

Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu.

Ágúst Elí fór á skeljarnar

Handboltakappinn Ágúst Elí Björgvinsson fór á skeljarnar á dögunum og bað kærustu sína lyfjafræðinginn Hrafnhildi Hauksdóttur um að giftast sér.

Ára­móta­veðrið lítur þokka­lega út

Spáð er austanátt með fimm til þrettán metrum á sekúndu en hvassast með suðurströndinni. Skammt vestur og suðvestur af landinu er lægðakerfi sem viðheldur austlægum áttum á landinu í dag og á morgun.

Óttast að á­tökin verði lang­vinn

Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar.

Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast

Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið.

Gildran valin bæjarlistamaður

Hljómsveitin Gildran hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur og hóf stór hluti meðlima tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar en Gildran var stofnuð árið 1985.

Sjá meira