Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 15:33 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðafirði. Vísir/Arnar Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01
Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28