Innlent

Ingvar aftur kominn í leyfi frá þing­störfum

Eiður Þór Árnason skrifar
Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar.
Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, er kominn í leyfi frá þingstörfum. Forseti Alþingis greindi frá því við setningu þingfundar í dag að bréf hafi borist frá þingmanninum þar sem tilkynnt var að hann muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.

Ingvar fór í leyfi frá þingstörfum í maí til að sækja áfengismeðferð á Vogi en settist aftur á þing þegar það kom saman síðasta þriðjudag. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er fyrir fjarveru þingmannsins að þessu sinni en fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ingvari.

Ingvar gegndi áður stöðu 2. varaforseta Alþingis og tók samflokksmaður hans Grímur Grímsson við því hlutverki eftir að hann fór í leyfi í vor. Á þingsetningarfundi síðasta þriðjudag var Ingvar svo aftur kjörinn 2. varaforseti þingsins án atkvæðagreiðslu.

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×