Eyjólfur Árni endurkjörinn formaður með 99 prósent atkvæða Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í dag. Viðskipti innlent 16. maí 2023 14:46
Tekur við stöðu formanns Félags kvenna í atvinnulífinu Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi, var kjörin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku. Viðskipti innlent 16. maí 2023 10:34
Ingólfur og Lijing til Íslandshótela Ingólfur Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteigna hjá Íslandshótelum og Lijing Zhou sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá sama fyrirtæki. Viðskipti innlent 16. maí 2023 10:19
Kveður Marel og tekur við sem fjármála- og rekstrarstjóri Eyris Invest Halla Guðrún Jónsdóttir hefur tekið við starfi fjármála- og rekstrarstjóra hjá Eyri Invest hf. Hún kemur til Eyris frá Marel. Viðskipti innlent 16. maí 2023 08:28
María tekur við af Öglu Eir hjá Viðskiptaráði María Guðjónsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 12. maí 2023 14:34
Tíð ritstjóraskipti á Vikunni eigi sér eðlilegar skýringar Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings útgáfufélags segir ekkert athugavert við mannabreytingar á ritstjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á umhverfi fjölmiðla undanfarið. Framkvæmdastjórinn vill ekki opinbera hver nýr ritstjóri sé, heldur gefa viðkomandi færi á að opinbera það sjálfur. Viðskipti innlent 12. maí 2023 07:00
Verslunarrekstur Orkunnar seldur til Heimkaupa og Gréta María ráðin forstjóri Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa. Innherji 11. maí 2023 15:21
Harpa Rut og Sölvi ráðin til LIVE Sölvi Sölvason lögmaður og Harpa Rut Sigurjónsdóttir hafa verið ráðin til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðskipti innlent 11. maí 2023 12:38
Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni. Viðskipti innlent 11. maí 2023 09:52
Sigríður tekur við stjórnarformennsku hjá KLAK Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, hefur tekið við stjórnarformennsku hjá KLAK - Icelandic Startups, en ný stjórn tók við störfum á aðalfundi félagsins í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 11. maí 2023 09:37
Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. Innlent 10. maí 2023 19:54
Ingvar nýr samskiptastjóri SFF Ingvar Haraldsson er nýr samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Ingvar hefur starfað sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann verið viðskiptablaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu og Vísi. Viðskipti innlent 10. maí 2023 14:29
Sveinn Bjarki ráðinn tæknistjóri Swapp Agency Sveinn Bjarki Brynjarsson hefur verið ráðinn tæknistjóri Swapp Agency og hefur hann þegar hafið störf. Viðskipti innlent 10. maí 2023 08:53
Guðný Björg og Svandís Hlín stýra nýjum sviðum hjá Landsneti Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannauðs og umbóta sem er nýtt svið hjá Landsneti og Svandís Hlín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti sem líka er nýtt svið. Viðskipti innlent 8. maí 2023 10:27
Birgir Hrafn mun leiða stafræna þróun hjá Digido Birgir Hrafn Birgisson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu hjá Digido. Viðskipti innlent 8. maí 2023 07:18
Sonur Sigurðar Inga nýr skrifstofustjóri Framsóknar Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Tekur hann við af Teiti Erlingssyni sem er að taka við sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 6. maí 2023 09:18
Forstjórarnir héldu báðir titlum sínum við samrunann Guðný Helga Herbertsdóttir og Haraldur Þórðarson verða bæði áfram forstjórar eftir sameiningu Vátryggingafélags Íslands (VÍS) og Fossa. Viðskipti innlent 5. maí 2023 21:46
Erna Björk nýr fjármálastjóri Advania Erna Björk Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn. Viðskipti innlent 5. maí 2023 13:40
Jón Brynjar ráðinn forstöðumaður fjármála hjá Sýn Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn til Sýnar og mun hann leiða fjármál sem er deild á sviði fjármála og stefnumótunar. Deildin nær yfir uppgjör og reikningsskil, hagdeild og innheimtu og mun Jón Brynjar vera forstöðumaður þeirrar deildar. Viðskipti innlent 5. maí 2023 13:18
María tekur við af Birni Sveinbjörns hjá NTC María Greta Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fataverslunarinnar NTC. Hún tekur við af Birni Sveinbjörnssyni sem verður fjármálastjóri NTC. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins síðan 2007. Viðskipti innlent 4. maí 2023 12:58
Jóna Fanney tekur við formennsku af Friðriki Jóna Fanney Friðriksdóttir var í gær kosin nýr formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna en hún hafði betur gegn sitjandi formanni, Friðriki Rafnssyni, í formannskjöri á aðalfundi félagsins í gær. Friðrik hafði gegnt embættinu síðastliðin tvö ár. Innlent 4. maí 2023 08:43
Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. Innlent 3. maí 2023 08:53
Kristín tekur við fræðslustjórn og Elfa nýr deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka. Greint var frá því í morgun að Björn Berg Gunnarsson, sem hefur starfað við bankann í sextán ár, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu, hafi látið af störfum. Viðskipti innlent 2. maí 2023 14:45
Ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu hjá OK María Rán Ragnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður framlínuþjónustu OK. Viðskipti innlent 2. maí 2023 09:21
Björn Berg hættir hjá Íslandsbanka Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, er hættur störfum fyrir bankann. Hann hefur starfað fyrir bankann í sextán ár. Viðskipti innlent 2. maí 2023 09:13
Formlega hættur hjá Twitter: „Ég er mjög ánægður að geta klárað mitt starf í gleði“ Haraldur Þorleifsson hefur endanlega gengið frá starfslokum sínum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Hann segir ánægjulegt að farsæl lausn hafi fundist í málinu, en það hefur mikið verið í deiglunni undanfarið. Viðskipti innlent 30. apríl 2023 20:16
Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. Innlent 28. apríl 2023 15:26
Ásgerður nýr dómari við Landsrétt Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra. Innlent 28. apríl 2023 14:01
Rakel nýr regluvörður Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið Rakel Ásgeirsdóttur í stöðu regluvarðar hjá bankanum. Hún tekur við starfinu af Rut Gunnarsdóttur sem tók við stöðunni árið 2015 og sagði starfinu lausu í mars. Viðskipti innlent 28. apríl 2023 13:56
Helga Jóna nýr verkefnisstjóri Sundabrautar Helga Jóna Jónasdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Hún mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra í fyrra. Hún mun einnig vinna í nánu samstarfi við höfuðborgarsvæðið og þróunarsvið Vegagerðarinnar. Innlent 28. apríl 2023 11:23