Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, hefur tekið við sem nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í gær. Innlent 21. mars 2025 07:35
Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. Innlent 20. mars 2025 18:43
Hersir til Símans Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum Viðskipti innlent 20. mars 2025 12:00
Mariam til Wisefish Mariam Laperashvili hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Wisefish, hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja á heimsvísu. Viðskipti innlent 20. mars 2025 10:07
Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Matthías Stephensen hefur tekið við stöðu fjármálastjóra alþjóðlega innviðafyrirtækisins Set ehf. Viðskipti innlent 20. mars 2025 07:21
Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við embættinu af Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem gegnt hefur stöðunni síðustu tvö ár. Viðskipti innlent 19. mars 2025 10:38
Lára nýr samskiptastjóri Reita Lára Hilmarsdóttir er nýr samskiptastjóri Reita. Hún mun sinna samskipta- og markaðsmálum auk fjárfestatengsla og vinna náið með samstarfsaðilum innan og utan félagsins við fjölbreytt verkefni sem styðja við vaxtarstefnu og markmið félagsins. Viðskipti innlent 19. mars 2025 09:15
Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Innlent 19. mars 2025 09:01
Ráðin til forystustarfa hjá Origo Origo hefur ráðið Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson sem forstöðumann Azure skýja- og viðskiptalausna. Þá hefur Ásta Ólafsdóttir tekið við starfi Gunnars Inga sem forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo á sviði þjónustulausna. Viðskipti innlent 17. mars 2025 10:55
Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Reynir Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar. Viðskipti innlent 17. mars 2025 09:45
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. Innlent 14. mars 2025 15:53
Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Sigurjón Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Nóa Síríus hf. og þá hefur Birna María Másdóttir verið ráðin markaðsstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 12. mars 2025 10:40
Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sandra Margrét Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Coca-Cola á Íslandi og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 12. mars 2025 08:34
Skarphéðinn til Sagafilm Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. Viðskipti innlent 11. mars 2025 12:56
Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti. Viðskipti innlent 10. mars 2025 15:04
Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Innlent 10. mars 2025 14:50
Ráðinn fjármálastjóri Origo Origo hefur ráðið Brynjólf Einar Sigmarsson sem framkvæmdastjóra fjármála hjá Origo og hefur hann þegar hafið störf. Viðskipti innlent 10. mars 2025 10:41
Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni. Viðskipti innlent 7. mars 2025 16:26
Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður sem starfað hefur hjá Heimildinni síðustu ár, hefur verið ráðin til Rauða krossins. Hún mun þar gegna starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa. Viðskipti innlent 7. mars 2025 08:53
Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Ingjaldur Örn Pétursson hefur tekið við stöðu yfirverkefnastjóra hjá Colas. Viðskipti innlent 5. mars 2025 10:07
Rikki G skilar lyklunum að FM957 Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans. Lífið 5. mars 2025 09:38
Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Halldóra Fanney Jónsdóttir, Auður Erla Guðmundsdóttir og Sunna Ösp Þórsdóttir hafa verið ráðnar sem sérfræðingar inn á nýstofnaða markaðsdeild Samkaupa. Viðskipti innlent 5. mars 2025 08:14
Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Fimmtíu og fjórir sóttu um starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, en tólf drógu umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur var til 17. febrúar 2025. Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar, er í fimm ára leyfi frá starfinu. Innlent 4. mars 2025 15:47
Helga Rósa nýr formaður Fíh Helga Rósa Másdóttir hefur verið kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 28. febrúar og lauk í hádeginu í dag. Innlent 4. mars 2025 15:32
Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Gunnar B. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Örnu ehf. Gunnar tekur við starfinu af Hálfdáni Óskarssyni, stofnanda félagsins, sem lætur nú af starfi framkvæmdastjóra að eigin ósk. Viðskipti innlent 4. mars 2025 13:23
Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Gert er ráð fyrir að stöðugildum hjá Stjórnarráðinu fækki um 7,8 og 362 milljónir sparist þegar breytt skipan ráðuneyta tekur gildi síðar í mánuðinum. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sem lagt verður niður færist til í starfi og verður verkefnastjóri áhersluverkefna. Húsnæði undir ráðuneytið verður á leigu til 2027. Innlent 4. mars 2025 11:45
Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Gísli Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í stafrænni ráðgjöf, með áherslu á gervigreind. Hann hefur starfað við tækniþróun og innleiðingu á stafrænum verkefnum síðan 2015, bæði hérlendis og erlendis. Viðskipti innlent 4. mars 2025 08:36
Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Eftir hálft ár í fríi frá fjölmiðlum, en Helgi Seljan hætti á Heimildinni fyrir fáeinum mánuðum, er hann við að hefja störf á RÚV - aftur. Innlent 3. mars 2025 14:14
Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Sigtryggur Magnason hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Peel. Sigtryggur hefur síðustu ár starfað sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar í þremur ráðuneytum: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Viðskipti innlent 3. mars 2025 12:20
Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar í gær. Innlent 2. mars 2025 14:34