Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. Innlent 17. desember 2018 23:17
Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. Viðskipti innlent 12. desember 2018 08:00
Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Viðskipti innlent 10. desember 2018 11:15
Veitingastaðurinn á Hótel Holti opnaður á ný eftir þriggja mánaða lokun Þetta kemur fram í tilkynningu frá rekstraraðilum veitingastaðarins. Viðskipti innlent 6. desember 2018 18:45
Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Viðskipti innlent 6. desember 2018 09:37
Ekki ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra. Viðskipti innlent 20. nóvember 2018 13:04
Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. Viðskipti innlent 19. nóvember 2018 14:45
Rústik greiðir laun: „Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað“ Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Innlent 4. nóvember 2018 22:20
Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. Innlent 4. nóvember 2018 16:00
Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð Rammíslenski veitingastaðurinn Hjá Höllu hefur verið opnaður í Leifsstöð. Þar ræður Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir og býður meðal annars upp á ferskan fisk. Innlent 20. október 2018 09:00
Hard Rock tapaði tæplega 400 milljónum króna Veitingastaðurinn Hard Rock Cafe í Lækjargötu tapaði 395 milljónum króna í fyrra en árið áður tapaði staðurinn 184 milljónum króna. Viðskipti innlent 5. október 2018 07:00
Nora Magasin gjaldþrota Kaffi Nora ehf., félagið utan um rekstur veitingastaðarins Nora Magasin við Austurvöll, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 21. september 2018 14:02
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: „Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. Viðskipti innlent 29. ágúst 2018 16:18
Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. Viðskipti innlent 8. júlí 2018 16:24
Vinnur að því að eignast Jamie's Italian að fullu Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie's Italian á Hótel Borg að fullu. Viðskipti innlent 4. júlí 2018 06:00
Systkini opna mexíkóskan stað í Vesturbænum Systkinin Vigdís og Guðmundur opna mexíkóskan stað á Ægissíðunni. Viðskipti innlent 18. júní 2018 13:45
Splunkunýr Mandi opnaði dyr sínar á fyrsta leikdegi Íslands Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð. Viðskipti innlent 16. júní 2018 21:15
Borðið fær loksins vínveitingaleyfi Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. Viðskipti innlent 13. apríl 2018 16:03
Brugga fyrsta tómatbjórinn "Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármannm garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Viðskipti innlent 12. apríl 2018 13:09
Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. Viðskipti innlent 3. apríl 2018 10:43
Lykilrými í Firði stendur autt Veitingastaðurinn Silfur gjaldþrota. Til stendur að opna nýjan veitingastað í hjarta Fjarðar í maí. Viðskipti innlent 28. mars 2018 15:21
Bylting í matreiðslubransanum Hvað er það sem þarf til? Harka, ósérhlífni, úthald, virðing og ákveðið jafnaðargeð í bland við ástríðu fyrir matreiðslu, segja Margrét, Iðunn og Ylfa um þá góðu eiginleika sem koma sér vel í kokkastarfinu. Lífið 3. mars 2018 08:30
DILL heldur Michelin-stjörnunni Nýr yfirkokkur staðarins, Kári Þorsteinsson, tók við staðfestingu á að staðurinn heldur stjörnunni við athöfn í Ráðhúsi Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Viðskipti innlent 19. febrúar 2018 17:53
Aktu taktu biðst afsökunar vegna „vegan“ samloku Viðskiptavinur sem bað um vegan rétt á veitingastaðnum Aktu taktu í gær fékk samloku með káli, osti og sósu sem var ekki vegan. Neytendur 8. janúar 2018 15:00
Nýir rekstraraðilar veitingastaðarins á Hótel Holti Eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótel Holts hafa gert með sér samkomulag um veitingarekstur á Hótel Holti um áramót. Viðskipti innlent 21. desember 2017 14:11
Kótelettur í raspi að hætti togarasjómanna Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið yfir rekstur á veitingahúsi föður síns, Úlfars Eysteinssonar, Þremur frökkum. Stefán segir að matarsmekkur fólks sé öðruvísi á sumrin en haustin. Viðskipti innlent 25. september 2017 09:30
„Erum ægilega stoltir og auðmjúkir“ Veitingahúsið DILL fékk í dag eina Michelin stjörnu. Viðskipti innlent 22. febrúar 2017 11:48
Veitingastaðurinn DILL fær Michelin stjörnu Fékk eina stjörnu. Viðskipti innlent 22. febrúar 2017 10:15
Opna humarstað í æfingarhúsnæði Sykurmolanna Þeir Jón Gunnar Geirdal og Jón Arnar Guðbrandsson opna í vikunni nýjan veitingastað við gömlu höfnina. Staðurinn ber nafnið Verbúð 11 Lobster & Stuff og verður talsvert af humri á boðstólnum. Matur 2. febrúar 2016 15:00
Hvar er besti borgarinn? Þegar brestur á með helgi er klassískt og gott að tríta bæði munn og maga með góðum hamborgara. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra álitsgjafa til þess að freista þess að varpa ljósi á hvar besta borgara landsins er að finna. Matur 23. janúar 2016 16:30