Hugrakkur hundur og kuldalegir landsmenn á hlaupum í storminum Stormurinn á suðvesturhorninu hefur ekki farið framhjá neinum. Íbúar í Grafarvogi eru meðal þeirra sem hafa hlaupið undan storminum. Innlent 16. desember 2014 15:50
Festi bílinn og týndi farsímanum við björgunaraðgerðir Fjölmargir hafa lent í vandræðum í óveðrinu í dag. Knattspyrnumaðurinn og Framarinn Daði Guðmundsson er þar ekki undanskilinn. Innlent 16. desember 2014 15:45
Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. Innlent 16. desember 2014 14:54
Hrafnhildur hljóp allsnakin í kringum hús þeirra Bubba Bubbi Mortens segir frá því á Facebooksíðu sinni að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, og Ísabella Ósk, dóttir hans, hafi hlaupið allsnaktar í kringum hús þeirra í Kjósinni. Lífið 16. desember 2014 14:43
Börn óhult í skólunum: Mikilvægt að ana ekki út í neina óvissu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna rofs á skólastarfi. Þar kemur fram að börn séu óhult í skólunum þar til aðstandendur komast til að ná í þau. Innlent 16. desember 2014 14:09
Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. Innlent 16. desember 2014 13:21
Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. Innlent 16. desember 2014 13:10
Allar leiðir inn og út úr borginni lokaðar Grindavíkurvegur einnig lokaður. Innlent 16. desember 2014 11:59
Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. Innlent 16. desember 2014 11:47
Björgunarsveit aðstoðar ökumenn undir Hafnarfjalli Nokkrar björgunarsveitir á Suðvesturhorninu eru nú að störfum. Á Suðurnesjum sinna þær ófærðaraðstoð en nokkrir ökumenn hafa lent í vandræðum þar, m.a. við afleggjarann að Bláa Lóninu. Innlent 16. desember 2014 11:40
Foreldrar hvattir til að sækja börnin sín í skóla Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Innlent 16. desember 2014 11:15
Hellisheiði og Þrengslum lokað Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður. Innlent 16. desember 2014 11:10
Byrjað að aflýsa innanlandsflugi Ekki er útlit fyrir að flogið verði meira frá Reykjavíkurflugvelli í dag, að sögn talsmanns Flugfélags Íslands. Innlent 16. desember 2014 10:30
Töluverð úrkoma á höfuðborgarsvæðinu Stormur mun skella á Suður- og Vesturlandi fyrir hádegi og með honum fylgir mikil snjókoma. Innlent 16. desember 2014 07:44
Mikill vatnsleki í Hörpu Vatn flæddi um stór svæði í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í nótt. Viðvörunarkerfi í tónleika- og ráðstefnuhúsinu Hörpu gáfu til kynna að þar væri vatn farð að leka um. Þetta var um hálf fjögur leitið og þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang skömmu síðar kom í ljós að vatn hafði flætt um nokkur hundruð fermetra svæði á fjórðu hæð yfir salnum Silfurbergi. Innlent 16. desember 2014 07:03
Viðvörun frá Veðurstofunni vegna suðvesturhornsins Veðurstofa Íslands vekur athygli á slæmum veðurhorfum fyrir Suður- og Vesturland á morgun. Innlent 15. desember 2014 15:27
"Hér er bara snjóbylur og læti“ Eiður Ragnarsson, björgunarsveitarmaður á Reyðarfirði, segir að nóg sé að gera hjá björgunarsveitum á Austurlandi. Innlent 14. desember 2014 15:27
Vindmælirinn í Hamarsfirði þoldi ekki álagið Meðalvindur mældist 39 metrar á sekúndu um eittleytið í dag og hviður 67 metrar á sekúndu en svo brotnaði mælirinn. Innlent 14. desember 2014 15:02
Bílar hafa fokið út af Reykjanesbrautinni Mikil ísing er nú á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Innlent 14. desember 2014 13:33
Mikið að gera hjá björgunarsveitum Aðstoða hefur þurft ökumenn víða um land. Innlent 14. desember 2014 12:24
Fólk á Akureyri hvatt til að halda sig innandyra Mjög slæmt skyggni er í bænum og nánast ófært. Innlent 14. desember 2014 11:41
„Brjálað veður“ Björgunarsveitin á Egilsstöðum hefur aðstoðað fjölda ökumanna í morgun. Innlent 14. desember 2014 10:27
Vindhviður allt að 60 metrar á sekúndu Veðrið verður mjög slæmt á Austurlandi næstu 3-5 tímana. Innlent 14. desember 2014 09:49
Ekkert ferðaveður í dag: Mikil ófærð víða um land Spáð er stormi um allt land en versta veðrið verður á austanlands þar sem búist er við ofsaveðri. Innlent 14. desember 2014 09:05
Ekkert ferðaveður austanlands á sunnudag Spáð er ofsaveðri austanlands á morgun. Innlent 13. desember 2014 22:58
Skólahaldi í hússtjórnarskólanum aflýst vegna veðurs Ekkert verður af jólasýningu nemenda á morgun. Innlent 13. desember 2014 12:25
Almannavarnir vara við bandbrjáluðu veðri Búast má við því að skyggni verði nær ekkert og því útilokað að ferðast. Innlent 13. desember 2014 11:31