Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Innlent 15. febrúar 2020 11:07
Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. Innlent 15. febrúar 2020 07:45
Mikill fjöldi eldinga fylgdi lægðinni Áhugavert er að skoða yfirlit yfir eldingar á Norður-Atlantshafi síðastliðna viku. Ísland er allajafna laust við eldingar en einhverjar breytingar urðu á því undanfarin sólarhring ef marka má eldingakort á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 14. febrúar 2020 23:48
Óveðrið í dag mildaði höggið af „Denna dæmalausa“ á morgun Það lægir í nótt en á morgun eru gular viðvaranir í gildi í nokkrum landshlutum. Innlent 14. febrúar 2020 23:34
„Eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður“ Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Innlent 14. febrúar 2020 22:15
Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Innlent 14. febrúar 2020 21:30
Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. Innlent 14. febrúar 2020 19:22
800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. Innlent 14. febrúar 2020 18:40
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Innlent 14. febrúar 2020 18:10
Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis. Innlent 14. febrúar 2020 17:27
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. Innlent 14. febrúar 2020 16:14
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Innlent 14. febrúar 2020 14:19
Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Innlent 14. febrúar 2020 13:08
Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. Innlent 14. febrúar 2020 11:56
Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. Innlent 14. febrúar 2020 11:43
71 m/s undir Hafnarfjalli Veginum um Hafnarfjall var lokað um miðnætti og það ekki að ástæðulausu. Innlent 14. febrúar 2020 11:06
Óvissustig vegna mögulegrar snjóflóðahættu á Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt Veðurstofunni hefur verið mjög hvasst síðan snemma í morgun og skafrenningur til fjalla frá því í gær. Innlent 14. febrúar 2020 10:51
Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. Innlent 14. febrúar 2020 10:48
Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. Innlent 14. febrúar 2020 10:12
Millilandaflug á áætlun seinni partinn Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Innlent 14. febrúar 2020 10:05
Gríðarlegir blossar yfir borginni Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal urðu margir hverjir varir við gríðarmikla blossa sem bárust úr suðri á níunda tímanum í morgun. Innlent 14. febrúar 2020 10:02
Vindmælar gefast upp í óveðrinu Minnst þrír vindmælar hafa hætt að senda gögn í óveðrinu í morgun. Einn í Hvalfirði, einn á Kjalarnesi og einn undir Eyjafjöllum. Innlent 14. febrúar 2020 09:52
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. Innlent 14. febrúar 2020 09:02
Hitamet slegið á Suðurskautinu Útlit er fyrir að hitamet hafi verið slegið á Suðurskautslandi í byrjun vikunnar þegar hitinn mældist fara yfir tuttugu gráður. Erlent 14. febrúar 2020 08:43
Svona eru aðstæður á Sæbraut í óveðrinu Óveðrið er nú í hámarki á höfuðborgarsvæðinu og má glögglega sjá að íbúar hafa tekið ráðleggingum almannavarna og halda sig í stórum mæli heima hjá sér framan af degi. Innlent 14. febrúar 2020 08:18
Draugaborgin Reykjavík Fáir hafa verið á ferli á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna aftakaveðurs sem gengur nú yfir sunnanvert landið. Innlent 14. febrúar 2020 08:18
Fýkur ofan af sýslumanni Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið er til húsa. Innlent 14. febrúar 2020 08:13
Stefnir í eldingar á Suðausturlandi og aðra lægð á morgun Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða "ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum. Innlent 14. febrúar 2020 07:45
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. Innlent 14. febrúar 2020 07:24
Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. Innlent 14. febrúar 2020 06:56