Veður

Úr­koma víða um land og mest á Norð­vestur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður yfirleitt á bilinu eitt til sjö stig.
Hiti verður yfirleitt á bilinu eitt til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Spáð er vaxandi norðaustan- og austanátt í dag, víða kalda eða stinningskalda og rigningu eða skúrum eftir hádegi, en þrettán til átján metrum á sekúndu á norðvestanverðu landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að úrkoma verði mest á Norður- og Austurlandi, en suðvestantil á landinu verði hún líklega minniháttar. Hiti verður yfirleitt á bilinu eitt til sjö stig.

„Svipað veður í fyrramálið, en á morgun dregur smám saman úr vindi og úrkomu.

Á laugardag er svo útlit fyrir fremur hægan vind og lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart veður um landið suðvestanvert.“

Spákortið fyrir klukkan 16 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan og austan 8-15 m/s, en 13-20 um landið NV-vert. Víða rigning, en úrkomulítið SV-til. Dregur úr vindi seinnipartinn með skúrum víða um land. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag: Norðaustan 5-10, en 8-15 NV-til fyrri part dags. Víða dálitlar skúrir, en bjart með köflum SV-lands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 6 stig.

Á mánudag: Norðaustlæg átt og lítilsháttar él, hiti kringum frostmark. Skúrir við SV-ströndina með hita að 5 stigum.

Á þriðjudag: Breytileg átt og dálítil él SA-lands, annars úrkomulítið. Hiti um og undir frostmarki.

Á miðvikudag: Suðvestlæg átt og rigning eða slydda víða um land. Hlýnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×