Sólríkara og úrkomuminna í Reykjavík en á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 09:09 Margir Norðlendingar söknuðu sólarinnar í október. Vísir/Vilhelm Október einkenndist af norðaustlægum áttum og var úrkomusamur á Norðaustur- og Austurlandi. Samanborið við sama mánuð undanfarin tíu ár var mánuðurinn tiltölulega kaldur á norðanverðu landinu en tiltölulega hlýr á því sunnanverðu. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og þar var mánaðarúrkoman sú næstmesta sem mælst hefur þar. Talsvert sólríkara og úrkomuminna var í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í október. Óvenjumikil úrkoma í upphafi mánaðar á Norðausturlandi olli miklum skriðuföllum í Kinn og Útkinn. Meðalhiti í Reykjavík í október var 5,6 stig og er það 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig sem er 0,7 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga og 1,2 stigum undir meðallagi síðastliðinna 10 ára. Meðalhiti mánaðarins var 4,3 stig í Stykkishólmi. Það er 0,2 stigum undir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og 0,7 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig, eða um 0,1 stigi yfir meðallagi síðasta áratugar. Hæsti hitinn í október mældist 15,3 stig á Kvískerjum 13. dag mánaðarins. Lægsti hiti mánaðarins mældist -12,3 stig þann 28. október í Svartárkoti, sem var jafnframt lægsti mældi hiti í byggð. Úrkoma aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri í október Heildarúrkoma mánaðarins var 55,1 mm í Reykjavík, eða 69% af meðalúrkomu októbermánaðar í Reykjavík á tímabilinu 1991 til 2020. Á Akureyri var heildarúrkoma októbermánaðar 164,8 mm en það er meira en tvöföld úrkoma meðaloktóbermánaðar árin 1991 til 2020. Úrkoma í október hefur aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri, en það var árið 1995 þegar hún mældist 176,3 mm. Úrkoman mældist 84,0 mm í Stykkishólmi sem er 23% yfir meðallagi og 205,5 mm á Höfn í Hornafirði. Fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar fyrir október að sólskinsstundir mældust 102,3 í Reykjavík og er það 10,7 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 32,9 sem er 15,0 stundum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga. Jörð var alhvít einn morgun mánaðarins í Reykjavík og alauð aðra daga. Alautt var á Akureyri allan mánuðinn nema einn dag þegar það var flekkótt. Akureyri Veður Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Sjá meira
Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og þar var mánaðarúrkoman sú næstmesta sem mælst hefur þar. Talsvert sólríkara og úrkomuminna var í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í október. Óvenjumikil úrkoma í upphafi mánaðar á Norðausturlandi olli miklum skriðuföllum í Kinn og Útkinn. Meðalhiti í Reykjavík í október var 5,6 stig og er það 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig sem er 0,7 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga og 1,2 stigum undir meðallagi síðastliðinna 10 ára. Meðalhiti mánaðarins var 4,3 stig í Stykkishólmi. Það er 0,2 stigum undir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og 0,7 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig, eða um 0,1 stigi yfir meðallagi síðasta áratugar. Hæsti hitinn í október mældist 15,3 stig á Kvískerjum 13. dag mánaðarins. Lægsti hiti mánaðarins mældist -12,3 stig þann 28. október í Svartárkoti, sem var jafnframt lægsti mældi hiti í byggð. Úrkoma aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri í október Heildarúrkoma mánaðarins var 55,1 mm í Reykjavík, eða 69% af meðalúrkomu októbermánaðar í Reykjavík á tímabilinu 1991 til 2020. Á Akureyri var heildarúrkoma októbermánaðar 164,8 mm en það er meira en tvöföld úrkoma meðaloktóbermánaðar árin 1991 til 2020. Úrkoma í október hefur aðeins einu sinni mælst meiri á Akureyri, en það var árið 1995 þegar hún mældist 176,3 mm. Úrkoman mældist 84,0 mm í Stykkishólmi sem er 23% yfir meðallagi og 205,5 mm á Höfn í Hornafirði. Fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar fyrir október að sólskinsstundir mældust 102,3 í Reykjavík og er það 10,7 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 32,9 sem er 15,0 stundum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga. Jörð var alhvít einn morgun mánaðarins í Reykjavík og alauð aðra daga. Alautt var á Akureyri allan mánuðinn nema einn dag þegar það var flekkótt.
Akureyri Veður Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Sjá meira