„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. Tónlist 13. febrúar 2023 18:00
Óvænt endurkoma Kalla Bjarna á úrslitakvöldi Idol Eins og vart hefur farið framhjá neinum var Saga Matthildur krýnd ný Idolstjarna Íslands á föstudaginn. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar forveri hennar, Kalli Bjarni, var kynntur inn á svið sem óvænt skemmtiatriði. Lífið 13. febrúar 2023 15:30
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. Tónlist 13. febrúar 2023 10:59
Hljómsveitin Pálmar sendir frá sér nýtt lag Norðansveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt lag og myndband, Hver annar maður. Lífið samstarf 13. febrúar 2023 09:51
Liðsmaður De La Soul látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul. Lífið 13. febrúar 2023 07:54
Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. Lífið 13. febrúar 2023 07:44
Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. Tónlist 12. febrúar 2023 18:51
Þakkaði óvænt fyrrverandi félögum og allt varð vitlaust Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn Harry Styles hafi verið sigurvegari Bresku tónlistarverðlaunanna sem haldin voru í gærkvöldi. Lífið 12. febrúar 2023 11:09
Sjáðu styrktartónleika björgunarsveitarinnar Stráka Haldnir verða styrktartónleikar fyrir björgunarsveitina Stráka á Siglufirði í tilefni 1-1-2 dagsins í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan 20. Sýnt verður frá tónleikunum hér að neðan á Stöð 2 Vísi. Innlent 11. febrúar 2023 19:26
Páll Pampichler Pálsson er látinn Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld er látinn. Hann lést í heimaborg sinni í Graz í Austurríki þann 10. febrúar. Innlent 11. febrúar 2023 19:04
Sam Smith ögrar norminu og er ekki hér til að eignast vini Sam Smith er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt I’m Not Here To Make Friends. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í fjórtánda sæti listans. Tónlist 11. febrúar 2023 17:00
Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. Lífið 10. febrúar 2023 16:31
Keppendur Söngvakeppninnar trylla leikskóla landsins Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum. Lífið 10. febrúar 2023 15:04
Bríet tók sjálf þátt í hæfileikaþætti áður en hún varð landsþekkt Eins og vart hefur farið fram hjá neinum verður ný Idolstjarna krýnd í kvöld. Það er þó ekki aðeins sigurvegarinn sjálfur sem á möguleika á því að verða stjarna, heldur hafa fleiri keppendur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna og á þjóðin eflaust eftir að sjá meira af þeim. Lífið 10. febrúar 2023 12:16
Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu „Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Lífið 9. febrúar 2023 21:01
Fimmti þáttur af Körrent: Napóleonsskjölin og Idolið Fimmti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. Lífið 9. febrúar 2023 20:01
Iceland Guccidóttir komin í heiminn Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018. Lífið 9. febrúar 2023 16:02
Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. Lífið 9. febrúar 2023 15:18
Burt Bacharach látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. Lífið 9. febrúar 2023 15:07
Þetta eru lögin sem Saga og Kjalar flytja í úrslitaþættinum Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni. Það eru þau Saga Matthildur og Kjalar sem standa tvö eftir og keppast um sigursætið. Lífið 9. febrúar 2023 13:00
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. Tónlist 9. febrúar 2023 12:00
Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. Tónlist 9. febrúar 2023 06:01
Lukas Graham ásamt hljómsveit í Hörpu í apríl Danska sveitin Lukas Graham er væntanleg hingað til lands í vor og efnir til stórtónleika í Silfurbergi Hörpu 26. apríl næstkomandi. Tónlist 8. febrúar 2023 08:29
Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. Lífið 7. febrúar 2023 20:01
Leiklistarkennarinn hvatti hana til þess að skrá sig í Idol Hin tuttugu og þriggja ára gamla Bía hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Idolinu undanfarnar vikur. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd. Lífið 7. febrúar 2023 15:06
Eva Ollikainen áfram aðalhljómsveitarstjóri Sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur endurnýjað samning sinn við Evu Ollikainen sem gegnt hefur stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda síðastliðin þrjú ár. Samningurinn hefur verið framlengdur til loka starfsársins 2025-26. Menning 7. febrúar 2023 14:33
Myndaveisla: Spennan jókst þegar í ljós kom að aðeins tveir keppendur kæmust í úrslitaþáttinn Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og var spennan gríðarleg. Þegar í ljós kom að það væri ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim, heldur tveir, jókst spennan umtalsvert. Lífið 7. febrúar 2023 13:32
Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. Tónlist 7. febrúar 2023 11:31
Viola Davis bregst við EGOT heiðrinum: „Sex ára Viola öskrar“ „Sex ára Viola öskrar. Hún er svo spennt yfir 47 ára konunni sem hún verður,“ segir Viola Davis í nýrri færslu á Instagram. Í nótt komst í sögubækurnar þegar hún vann Grammy verðlaun fyrir hljóðbók sína Finding me, sem er sjálfsævisaga hennar. Lífið 6. febrúar 2023 16:00
Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Lífið 6. febrúar 2023 14:46