Tónlist

Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jónsi í Sigur Rós.
Jónsi í Sigur Rós. Vísir/Vilhelm

Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að flutt verði lög af nýrri plötu hljómsveitarinnar, ÁTTA. Auk þeirra verða mörg önnur lög úr safni sveitarinnar flutt.

Platan er áttunda hljóðversplata sveitarinnar og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víðsvegar um heiminn. Mun dagskráin á tónleikunum auk þess spanna alla sögu sveitarinnar. 

Forsala fer fram 19. og 20. mars kl. 09 en almenn sala hefst þann 22. mars á sama tíma, að því er segir á vef Senu Live.  Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 7.990 kr. Eru eingöngu um 1.500 miðar eru í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×