Frumsýnir nýtt myndband: Auður orðinn Luthersson Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. mars 2024 08:00 Auður Lúthersson gengur undir listamannanafnu Luthersson í Bandaríkjunum. Gianni Gallant Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn. Hann er með tvöfalt ríkisfang og ólst upp af stórum hluta ævi sinnar í Pittsburgh í Pensylvaniu áður en fjölskyldan festi sig rótum í Hafnarfirði. „Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið á íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson,“ segir Auður: „Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.“ Hér má sjá myndbandið: Elskar orkuna í gettóinu „Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga. Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu,“ segir Auðunn sem nýtur sín í hringiðu listamannalífsins í LA sem hann segir inspírerandi fyrir tónlistina. Gianni Gallant „Ég elska að lifa í downtown LA og allt sem því fylgir. Þetta er náttúrulega gettóið hér en þar grasserast geggjuð menning, fullt af tónlistarfólki, fatahönnuðir, kvikmyndafólk. Það er alltaf einhver myndataka eða bíó í gangi. Það er mjög inspírerandi fyrir mig að vera i umkringdur þessari orku. List er alltaf samtal við alheiminn, innra samtal við sjálfið og endurspeglun á þeirri orku sem umkringir mann. Hún er leitin að einhverju sammannlegu,“ segir Auðunn. Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni. Styrmir Hauksson sá um hljóðblöndun. Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn. Hann er með tvöfalt ríkisfang og ólst upp af stórum hluta ævi sinnar í Pittsburgh í Pensylvaniu áður en fjölskyldan festi sig rótum í Hafnarfirði. „Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið á íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson,“ segir Auður: „Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.“ Hér má sjá myndbandið: Elskar orkuna í gettóinu „Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga. Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu,“ segir Auðunn sem nýtur sín í hringiðu listamannalífsins í LA sem hann segir inspírerandi fyrir tónlistina. Gianni Gallant „Ég elska að lifa í downtown LA og allt sem því fylgir. Þetta er náttúrulega gettóið hér en þar grasserast geggjuð menning, fullt af tónlistarfólki, fatahönnuðir, kvikmyndafólk. Það er alltaf einhver myndataka eða bíó í gangi. Það er mjög inspírerandi fyrir mig að vera i umkringdur þessari orku. List er alltaf samtal við alheiminn, innra samtal við sjálfið og endurspeglun á þeirri orku sem umkringir mann. Hún er leitin að einhverju sammannlegu,“ segir Auðunn. Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni. Styrmir Hauksson sá um hljóðblöndun.
Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira