Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 

Innlent
Fréttamynd

Þessi spila á Aldrei fór ég suður

Ragga Gísla, FM Belfast og Bríet eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði 7.-8. apríl næstkomandi. 

Tónlist
Fréttamynd

Diljá spáð á­fram í úr­slitin

Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

„Rússíbaninn heldur áfram“

Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim.

Tónlist
Fréttamynd

Lokatölur atkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar afhjúpaðar

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023 hefur nú birt niðurstöður kosninga frá undankeppnunum og lokakvöldinu. Diljá sigraði á öruggan hátt fyrir lagið Power með samtals 164.003 heildaratkvæði á úrslitakvöldinu þann 4. mars en lag Langa Sela og Skugganna, OK, hafnaði í öðru sæti með 95.851 atkvæði. 

Tónlist
Fréttamynd

„Mark­miðið er að vinna Euro­vision“

Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að.

Lífið
Fréttamynd

Diljá fer til Liver­pool

Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí.

Lífið
Fréttamynd

„Bæði æðislegt og súrrealískt“

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn

Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn.

Lífið
Fréttamynd

Wayne Shorter látinn

Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Wayne Shorter er látinn 89 ára að aldri. Ferill hans spannaði meira en hálfa öld og átti hann stóran þátt í þróun djassins.

Lífið
Fréttamynd

Vildi vera fyrst til að birta myndir af syni sínum

Ofurstjarnan, tónlistarkonan og tískumógúllinn Rihanna prýðir forsíðu breska Vogue tímaritsins í mars mánuði ásamt fjölskyldu sinni. Í samtali við Vogue ræðir hún opinskátt um móðurhlutverkið og segir allt annað í lífinu ómerkilegt í samanburði við það.

Lífið
Fréttamynd

Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni.

Lífið
Fréttamynd

Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga mögu­leika að komast á úr­slita­kvöldið

Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Hug­myndin of góð til þess að fram­kvæma hana ekki

Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. 

Lífið
Fréttamynd

Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar

Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 

Erlent
Fréttamynd

Nánast upp­­­selt á ferna ­­tón­­leika þrátt fyrir engar aug­lýsingar

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir.  Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn.

Lífið