Á enn kaffisíuna sem textinn við Lífið er yndislegt var skrifaður á Lovísa Arnardóttir og Ómar Úlfur Eyþórsson skrifa 30. mars 2024 15:00 Hreimur viðurkennir að þeir félagar hafi verið örlítið blautir bak við eyrun þegar þeir byrjuðu. Vísir/Daniel Thor Það var ekki margt sem að benti til þess að strákurinn í Nike gallanum og með körfuboltann undir hendinni á Hvolsvelli árið 1994 yrði nokkrum árum síðar ein skærasta poppstjarna þjóðarinnar. En sú varð nú samt raunin. „Það gerðist þarna á sömu vikunni. Þá hitti ég alla toppana í tónlistarbransanum í Bandaríkjunum,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari í viðtali við Ómar Úlf Eyþórsson sem spilar var á Bylgjunni um páskana. Hann segir að hann hafi hitt stóra forstjóra frá bæði Sony og Jive Records en að hann hafi engan veginn gert sér grein fyrir því á þeim tíma hversu „stórir“ þessir menn voru í bransanum. Hann hafi tekið í höndina á þeim og talað við þá um tónlistina sína en þeim hafði áður verið sent „demó“ frá Hreimi. „Ég leyfði þeim að heyra Dreymir. Ég átti enskan texta við það og þeim fannst þetta alveg geggjað.“ Hreimur segir að hann hafi eftir þetta farið út að borða með fjölda manns og svo fengið símtal um að fjögur útgáfufyrirtæki hafi viljað skrá hljómsveitina hjá sér. Samningur upp á tæpar fimmtíu milljónir Þeir enduðu svo á því að skrifa undir samning upp á fimm plötur og áttu að fá 350 þúsund Bandaríkjadali fyrir fyrstu plötuna. Það samsvarar um 48 milljónum íslenskra króna í dag. Hreimur er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Vísir/Daniel Thor „Við héldum áfram að reyna og við fórum í alveg epískan túr til Los Angeles þar sem Capital Records fékk okkur til að spila fyrir sig á showcase-i,“ segir Hreimur og að giggið hafi gott og þeir gott sem búnir að handsala samning. „En við vorum dálítið blautir á bakvið eyrun og áttuðum okkur ekki á því að það voru eiginlega allir á kókaíni þarna. Daginn eftir voru þeir ekki alveg vissir.“ Turnarnir tveir Hreimur settist niður á Bylgjunni með Ómari Úlfi en þeir ólust upp saman á Hvolsvelli. Í þættinum rifja þeir upp ótrúlega velgengni Lands og sona, Ameríkuævintýrið sem hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar árásin var gerð á tvíburaturnana, skammirnar frá Felix Bergsyni og ráðið frá útvarpsmanninum Gulla Helga. Hreimur lýsir því hvernig það hafi verið að byrja í bransanum. Hann segir sem dæmi frá því þegar hljómsveitin átti að hita upp fyrir Greifana en var ekki tilbúin á réttum tíma. „Greifarnir byrjuðu og gáfu okkur pásuna í staðinn. Pældu í meisturum. Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég er að hjálpa til að róta og þá kallar Felix á mig: Ert þú ekki söngvarinn? Komdu! Barbara Streisand og Phil Collins þau rótuðu aldrei,“ segir Hreimur og hlær. Augnablik sem þarf að skrifa um Í viðtalinu fer Hreimur líka yfir það hvernig það kom til að Hreimur samdi eitt ástsælasta þjóðhátíðarlag Íslendinga, Lífið er yndislegt og hverjum var ætlað lagið upprunalega. „Ég á þetta lag alltaf til en fann aldrei íslenska textann við það. Það er ekki fyrr en Guðjón í kók greip í mig eftir eitthvað ball í Vestmannaeyjum. Við erum að labba eftir heitt og sveitt ball og hann segir við mig að ég verði að semja lag um svona móment. „Bara lífið““, segir Hreimur og að hann hafi spurt hvað hann átti við og fengið svarið: „Bara lífið er yndislegt“. Hreimur skrifaði frasann svo á kaffisíu sem hann á enn. Tónlist Bylgjan Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
„Það gerðist þarna á sömu vikunni. Þá hitti ég alla toppana í tónlistarbransanum í Bandaríkjunum,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari í viðtali við Ómar Úlf Eyþórsson sem spilar var á Bylgjunni um páskana. Hann segir að hann hafi hitt stóra forstjóra frá bæði Sony og Jive Records en að hann hafi engan veginn gert sér grein fyrir því á þeim tíma hversu „stórir“ þessir menn voru í bransanum. Hann hafi tekið í höndina á þeim og talað við þá um tónlistina sína en þeim hafði áður verið sent „demó“ frá Hreimi. „Ég leyfði þeim að heyra Dreymir. Ég átti enskan texta við það og þeim fannst þetta alveg geggjað.“ Hreimur segir að hann hafi eftir þetta farið út að borða með fjölda manns og svo fengið símtal um að fjögur útgáfufyrirtæki hafi viljað skrá hljómsveitina hjá sér. Samningur upp á tæpar fimmtíu milljónir Þeir enduðu svo á því að skrifa undir samning upp á fimm plötur og áttu að fá 350 þúsund Bandaríkjadali fyrir fyrstu plötuna. Það samsvarar um 48 milljónum íslenskra króna í dag. Hreimur er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Vísir/Daniel Thor „Við héldum áfram að reyna og við fórum í alveg epískan túr til Los Angeles þar sem Capital Records fékk okkur til að spila fyrir sig á showcase-i,“ segir Hreimur og að giggið hafi gott og þeir gott sem búnir að handsala samning. „En við vorum dálítið blautir á bakvið eyrun og áttuðum okkur ekki á því að það voru eiginlega allir á kókaíni þarna. Daginn eftir voru þeir ekki alveg vissir.“ Turnarnir tveir Hreimur settist niður á Bylgjunni með Ómari Úlfi en þeir ólust upp saman á Hvolsvelli. Í þættinum rifja þeir upp ótrúlega velgengni Lands og sona, Ameríkuævintýrið sem hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar árásin var gerð á tvíburaturnana, skammirnar frá Felix Bergsyni og ráðið frá útvarpsmanninum Gulla Helga. Hreimur lýsir því hvernig það hafi verið að byrja í bransanum. Hann segir sem dæmi frá því þegar hljómsveitin átti að hita upp fyrir Greifana en var ekki tilbúin á réttum tíma. „Greifarnir byrjuðu og gáfu okkur pásuna í staðinn. Pældu í meisturum. Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég er að hjálpa til að róta og þá kallar Felix á mig: Ert þú ekki söngvarinn? Komdu! Barbara Streisand og Phil Collins þau rótuðu aldrei,“ segir Hreimur og hlær. Augnablik sem þarf að skrifa um Í viðtalinu fer Hreimur líka yfir það hvernig það kom til að Hreimur samdi eitt ástsælasta þjóðhátíðarlag Íslendinga, Lífið er yndislegt og hverjum var ætlað lagið upprunalega. „Ég á þetta lag alltaf til en fann aldrei íslenska textann við það. Það er ekki fyrr en Guðjón í kók greip í mig eftir eitthvað ball í Vestmannaeyjum. Við erum að labba eftir heitt og sveitt ball og hann segir við mig að ég verði að semja lag um svona móment. „Bara lífið““, segir Hreimur og að hann hafi spurt hvað hann átti við og fengið svarið: „Bara lífið er yndislegt“. Hreimur skrifaði frasann svo á kaffisíu sem hann á enn.
Tónlist Bylgjan Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“