Slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn að TikTok og Universal náðu ekki saman
![Sigurður Ásgeir Árnason, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune, bendir á á að Universal hafi keypt Öldu Music, sem eigi réttinn á miklum meirihluta allrar íslenskrar tónlistar. Plötuútgáfufyrirtækið hafi dregið tónlist sína af TikTok. Sú ákvörðun snerti því íslenskan tónlistariðnað.](https://www.visir.is/i/9BEDFE48B4E7A7FC53B4D3632E667B6FB7405594D2613D59486B70E2E429E908_713x0.jpg)
Fari svo að Bandaríkin loki á TikTok myndi það hafa mikil áhrif á upplifun íslenskra notenda því uppistaðan af efni sem við horfum á kemur frá bandarískum áhrifavöldum. Slit á samstarfi samfélagsmiðilsins við tónlistarútgáfuna Universal Music eru slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn, segir framkvæmdastjóri og stofnandi OverTune.