Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Ég hef alltaf verið mjög góður drengur“

„Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt, leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu,“ segir rapparinn Birgir Hákon. Blaðamaður hitti hann í kaffi og ræddi við hann um lífið og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Varð við bón að­dáanda og kýldi hann

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly kýldi aðdáanda sinn í andlitið á tónleikum á dögunum er hann var í miðju lagi. Það var þó ekki illa meint þar sem aðdáandinn bað hann um að kýla sig og var virkilega sáttur eftir höggið.

Lífið
Fréttamynd

Söngkonan Coco Lee er látin

Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Mugi­son fer suður til þess að slaka á

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur keypt sér hús á höfuðborgarsvæðinu. Því má segja að stofnandi tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður fari í raun iðulega suður. 

Lífið
Fréttamynd

Má ekki flytja lagið sitt og biður aðra um að gera það

Emmsjé Gauti segir viðtökurnar við þjóðhátíðarlaginu í ár hafa verið góðar. Það hafi þó ekki alltaf verið markmið að semja þjóðhátíðarlagið. Hann er spenntur fyrir því að frumflytja það í brekkunni í Vestmannaeyjum en ætlar þangað til að hlusta á annað fólk flytja lagið.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég mana ykkur að kasta einhverju í mig“

Undanfarið virðist vera sem það sé að færast í aukana að ýmsum hlutum sé kastað í átt að tónlistarfólki á meðan það kemur fram á sviði. Tónlistarkonan Adele ræddi um þetta á tónleikum sínum og sendi aðdáendum sínum skilaboð.

Lífið
Fréttamynd

Fer óhrædd inn í framtíðina

„Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Ein­veran í æsku kveikjan að far­sælum tón­listar­ferli

„Ætli ég sé ekki svolítið prívat manneskja. Það er þó ekki meðvitað hjá mér að vera svona prívat heldur er það bara algjörlega út frá einhverjum svona þægindaramma. Mér finnst athygli stundum óþægileg nema þegar að ég fer upp á svið með tónlistina, þá líður mér vel,“ segir tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um listina, lífið og nýtt sóló efni.

Tónlist
Fréttamynd

Hætti sem málari og gerðist poppstjarna

„Ég hef alltaf haft trú á mér sem tónlistarmaður og lét til skara skriða þegar ég loksins öðlaðist kjark,“ segir tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson. Hann ákvað að elta drauminn um poppstjörnuferilinn og sagði skilið við starfið sem málari.

Lífið
Fréttamynd

Skiptu þrisvar um erindi

Ingi Þór Þórhallsson gaf á dögunum út sitt annað lag, sem heitir Þú. Lagið gaf hann út í samstarfi við Kristinn Óla Haraldsson, eða Króla eins og hann er gjarnan kallaður.

Tónlist
Fréttamynd

Langþráður draumur Röggu Hólm rættist

Langþráður draumur rapparans og plötusnúðarins Röggu Hólm rættist þegar hún sá átrúnaðargoðið og poppstjörnuna Beyoncé berum augum á tónleikum í borginni Varsjá í Póllandi í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Gat ekki hætt að gráta eftir skilnaðinn

Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson segir skilnaðinn við fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, hafa tekið á. Hún segist hafa þurft á þunglyndislyfjum að halda til að koma sér aftur á strik.

Lífið
Fréttamynd

Kaleo með góð­gerðar­tón­leika vegna harm­leiksins í Sví­þjóð

Með­limir Kaleo hafa á­kveðið að blása til góð­gerðar­tón­leika í kvöld þar sem hljóm­sveitin er stödd í Stokk­hólmi til styrktar fjöl­skyldna þeirra sem lentu í rússí­bana­slysi í skemmti­garðinum Gröna Lund um helgina þar sem einn lést og tíu slösuðust. Sveitin átti að koma fram í skemmti­garðinum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Tónleikum Lewis Capaldi í Höllinni aflýst

Tónleikum Lewis Capaldi 11. ágúst í Laugardalshöllinni hefur verið aflýst. Ástæðan er ákvörðun tónlistamannsins um að aflýsa öllum tónleikum sínum það sem eftir er árs til að hlúa að andlegri heilsu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti

Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað.

Lífið
Fréttamynd

Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsa­kvíðanum

„Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar.

Tónlist
Fréttamynd

Eftir­minni­legast að koma fram í kjól frá Eivöru

Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun