Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2024 07:53 Liam og Noel Gallagher á tónleikum 1997. Getty Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Tónlist Bretland Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar.
Tónlist Bretland Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“