
Heimstúr Madonnu hefst á morgun
Söngkonan Madonna undirbýr sig þessa dagana undir tónleikaferð um heiminn sem hefst á morgun á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Madonna sem varð fimmtug fyrir rúmri viku mun koma fram á 16 tónleikum í Evrópu, þar á meðal á Wembley í London, áður en hún færir sig yfir til Norður- og Suður-Ameríku.