Spears fær falleinkunn í Svíþjóð 13. október 2011 12:00 Kynþokkafull EINS OG STRÆTÓSTOPPISTÖÐ Í RIGNINGU Sænskir og danskir gagnrýnendur fara ekki fögrum orðum um tónleika Britney Spears fyrr í vikunni.nordicphotos/getty Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“. Blaðamaður Ekstra Bladet segir tónleikagesti ekki hafa fengið neitt fyrir peninginn, en uppselt var á tónleika Spears. „Ég finn til með söngkonunni, sem verður 30 ára í desember. Hún leit út eins og gömul táningsstjarna sem vildi frekar vera heima í íþróttagalla að borða franskar og horfa á lélega bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær stjörnur af sex mögulegum en önnur blöð gefa tónleikunum falleinkunn. Gagnrýnandi Aftonbladet í Svíþjóð tekur í sama streng eftir tónleika Spears í Malmö og lýsir söngkonunni sem „svefndrukknum uppvakningi“. Í kjölfarið á þessum dómum er víst að Spears verður að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu tónleika hennar í Stokkhólmi á sunnudag ef bjarga á orðspori hennar í Skandinavíu. Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“. Blaðamaður Ekstra Bladet segir tónleikagesti ekki hafa fengið neitt fyrir peninginn, en uppselt var á tónleika Spears. „Ég finn til með söngkonunni, sem verður 30 ára í desember. Hún leit út eins og gömul táningsstjarna sem vildi frekar vera heima í íþróttagalla að borða franskar og horfa á lélega bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær stjörnur af sex mögulegum en önnur blöð gefa tónleikunum falleinkunn. Gagnrýnandi Aftonbladet í Svíþjóð tekur í sama streng eftir tónleika Spears í Malmö og lýsir söngkonunni sem „svefndrukknum uppvakningi“. Í kjölfarið á þessum dómum er víst að Spears verður að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu tónleika hennar í Stokkhólmi á sunnudag ef bjarga á orðspori hennar í Skandinavíu.
Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira