Mills alltaf velkominn 23. september 2011 13:30 Tómas M. Tómasson spilaði með Mike Mills á tónleikum á Ob-la-di Ob-la-da í ágúst. Fréttablaðið/GVA Mike Mills úr R.E.M. kom til Íslands með konu sinni í ágúst og söng með Bítladrengjunum blíðu á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-la-da við Frakkastíg. „Við máttum ekki kynna hann sem bassaleikarann í R.E.M. Hann var bara Mike Mills frá Aþenu í Georgíu," segir Tómas M. Tómasson, Stuðmaður og meðlimur Bítladrengjanna blíðu. „Ég rétti honum bassann en hann vildi ekki spila og sagði: „Þú kannt þetta miklu betur en ég". Mills söng með þeim nokkur lög, þar á meðal Back in the USSR og Revolution. „Þetta var einkar geðugur náungi. Hann var að koma úr ferðalagi um Austur-Evrópu og var á leiðinni heim. Hann var mjög hrifinn af bandinu okkar og konan hans sem er tónlistargagnrýnandi var líka hrifin af okkur," segir Tómas. Þau skildu eftir sig netfang og sendu Bítladrengirnir þeim kveðju í kjölfarið. „Við eigum eftir að senda þeim myndir og dót og gerum það við tækifæri." Tómas og félagar spila á Obladí- Oblada á hverju þriðjudagskvöldi og segir hann Mills alltaf velkomið að stíga með þeim upp á svið. Spurður hvað honum finnist um endalok R.E.M. segir hann: „Þetta tekur allt sinn enda. Ég vona bara að þeir hafi hætt í sátt og samlyndi." Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Mike Mills úr R.E.M. kom til Íslands með konu sinni í ágúst og söng með Bítladrengjunum blíðu á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-la-da við Frakkastíg. „Við máttum ekki kynna hann sem bassaleikarann í R.E.M. Hann var bara Mike Mills frá Aþenu í Georgíu," segir Tómas M. Tómasson, Stuðmaður og meðlimur Bítladrengjanna blíðu. „Ég rétti honum bassann en hann vildi ekki spila og sagði: „Þú kannt þetta miklu betur en ég". Mills söng með þeim nokkur lög, þar á meðal Back in the USSR og Revolution. „Þetta var einkar geðugur náungi. Hann var að koma úr ferðalagi um Austur-Evrópu og var á leiðinni heim. Hann var mjög hrifinn af bandinu okkar og konan hans sem er tónlistargagnrýnandi var líka hrifin af okkur," segir Tómas. Þau skildu eftir sig netfang og sendu Bítladrengirnir þeim kveðju í kjölfarið. „Við eigum eftir að senda þeim myndir og dót og gerum það við tækifæri." Tómas og félagar spila á Obladí- Oblada á hverju þriðjudagskvöldi og segir hann Mills alltaf velkomið að stíga með þeim upp á svið. Spurður hvað honum finnist um endalok R.E.M. segir hann: „Þetta tekur allt sinn enda. Ég vona bara að þeir hafi hætt í sátt og samlyndi."
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira